Varanleg lokun við gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar

Gatnamótum Lágmúla og Háaleitisbrautar hefur verið lokað.
Gatnamótum Lágmúla og Háaleitisbrautar hefur verið lokað. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdir sem miða að því að loka að hluta til fyrir gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar standa nú yfir. Verður því ekki lengur mögulegt að taka vinstri beygju úr Lágmúlanum yfir á Háaleitisbraut.

Tekin var ákvörðun um að loka þessari leið til að auka umferðaröryggi að sögn Guðbjargar Lilju Erlendsdóttur, yfirverkfræðings hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Umferðaróhöpp eru tíð á þessu svæði sem má meðal annars útskýra í ljósi þess að bílar þurfa að þvera tvær akreinar til að komast yfir á Háaleitisbraut, að sögn Guðbjargar. Flokkast þá gatnamótin undir svokallaða slysstaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert