Gosmóðan líklega á förum

Gosmóða hefur verið yfir höfuðborgasvæðinu undanfarna daga.
Gosmóða hefur verið yfir höfuðborgasvæðinu undanfarna daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gosmóðunni, sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga, mun líklega byrja að blása í burtu á morgun, að sögn Eiríks Arnar Jóhannssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Það er ansi líklegt að hún hangi hérna í dag og fram á morgundaginn miðað við vindaspá og spákortin. Það er það hægur vindur, svona hægbreytileg átt á svæðinu í dag,“ segir Eiríkur.

Hann segir að ekki verði hvasst á morgun en vindurinn verður eindregnari úr sömu átt, líklega vestan- eða norðvestanátt.

„Þá kannski blæs hún eitthvað í burtu vonandi.“

Samkvæmt mælingum eru loftgæði á höfuðborgarsvæðinu nokkuð góð en hægt er að fylgjast með loftgæðunum á vef Umhverfisstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert