Boða til upplýsingafundar vegna „varhugaverðrar stöðu“

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir.
Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn og Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar á morgun. 

„Í ljósi COVID-19 smita nú í vikunni má segja að staðan hér á landi sé varhugaverð og því hafa Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis ákveðið að boða til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 15. júlí,“ segir í tilkynningu. 

Sjö vikur eru frá síðasta upplýsingafundi sem fór fram 27. maí. Fimm kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær, öll utan sótt­kví­ar. Þrjú smit­anna greind­ust hjá full­bólu­sett­um og tvö hjá hálf­bólu­sett­um. 

Á fundinum fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19 faraldursins hér á landi síðastliðna daga.  

Ekki hefur verið ákveðið hvort fleiri fundir verða haldnir í framhaldi af þessum fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert