Flæðir út úr tjaldsvæðum: „Gjörsamlega troðið“

Tjaldsvæðið á Reyðarfirði þéttskipað.
Tjaldsvæðið á Reyðarfirði þéttskipað. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Það er allt stappað alls staðar, á öllum tjaldsvæðum,“ segir Lára Björnsdóttir sem sér um fimm tjaldsvæði í Fjarðabyggð en það eru tjaldsvæðin í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.

„Þetta fylgir bara góða veðrinu,“ segir hún, en þetta er besta sumar á tjaldsvæðunum síðan árið 2018.

Nokkrir sólardagar

„Það er bara gjörsamlega troðið og liggur við að fólk sé farið að planta sér fyrir utan tjaldsvæðið. Þannig að það er bara smá ástand,“ segir hún og biðlar til fólks að vera ekki með æsing þó svo erfitt sé að finna stæði.

„Það er bara ekkert hægt að gera í því, þótt það sé fullt, það er bara fullt.“

Hún nefnir að umræða hafi verið um hvort tjaldsvæðin verði stækkuð. Það muni ekki verða gert.

„Við stækkum ekki tjaldsvæði fyrir nokkra sólardaga á fimm ára fresti,“ segir Lára og hlær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert