Ríkisstjórnin tók þotu á leigu

Skrúfuþota flugfélagsins er af gerðinni Dornier 328. Hún tekur allt …
Skrúfuþota flugfélagsins er af gerðinni Dornier 328. Hún tekur allt að 32 farþega og getur lent á stuttum flugbrautum. mbl.is/Unnur Karen

Brugðið var á það ráð með skömmum fyrirvara að leigja skrúfuþotu frá Flugfélaginu Erni til þess að ferja þrjá ráðherra ríkisstjórnarinnar til Egilsstaða þar sem hún fundar nú.

Þetta staðfestir Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.

Spurður um kostnað vegna leiguflugsins segir Róbert að hann sé um 800 þúsund krónur. 

Hann hafði ekki aðrar upplýsingar um hverjir tóku sér far með vélinni en þær að ráðherrarnir þrír hafi verið um borð, þ.e. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arnar Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Vélin sem ferjaði ráðherrana austur hélt skömmu eftir lendingu á Egilsstaðaflugvelli aftur til Reykjavíkur. Vélin lenti á Egilsstöðum kl. 14.57 og tók aftur á loft á leið til Reykjavíkur 15.20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert