Fær ekki sæti í neyðarstjórninni

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tillögu Flokks fólksins um að Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn, fái sæti í neyðarstjórn Reykjavíkur var vísað frá á fundi borgarráðs í gær, að því er greint frá í tilkynningu frá Flokki fólksins.

Í tillögunni segir að neyðarstjórn hafi fundað fimm sinnum í sumar vegna versnandi ástands í smitmálum og að borgarfulltrúar minnihlutans hafi engar upplýsingar fengið um hvað fór fram á þessum fundum. Samt séu þeir kosnir til ábyrgðar, þótt þeir sitji í minnihluta.

Flokkur fólksins telur almennt mega „snarbæta“ upplýsingaflæði frá neyðarstjórn til borgarfulltrúa og lagði hann því til að í neyðarstjórn sitji einnig fulltrúi minnihlutans í borgarstjórn. Þá hafnaði fulltrúi Flokks fólksins frávísuninni.

„Minnihlutinn er kjörinn til ábyrgðar en fær aldrei neina aðkomu að stórum og mikilvægum málum. Fólkið í borginni leitar mikið til minnihlutafulltrúa eins og gengur og það er sárt að þurfa einfaldlega að segja að minnihlutinn hafi ekki sæti við borð í neyðarstjórn,“ segir í bókun flokksins vegna frávísunarinnar. Þá segir Kolbrún „biturt“ að vera kjörin fulltrúi í borgarstjórn og að þurfa að frétta af alvarlegum málum úr fjölmiðlum.

Í bókun meirihlutans er hlutverki neyðarstjórnarinnar lýst en ekki gerð grein fyrir því hvers vegna Kolbrún fær ekki sæti í stjórninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert