„Ofboðslega mikið áfall“

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

„Af þeim myndum sem ég hef séð er hún gjörónýt,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjórinn á Akureyri, um kirkjuna í Grímsey sem nú stendur í ljósum logum.

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á vettvangi.

Grímseyjarkirkja stendur í ljósum logum.
Grímseyjarkirkja stendur í ljósum logum. Ljósmynd/Aðsend

160 ára kirkja

„Þetta er náttúrulega ofboðslega mikið áfall, 160 ára kirkja sem er friðuð. Eðlilega er þetta mjög mikið áfall fyrir eyjarskeggja,“ segir Ásthildur og bætir við að kirkjan sé byggð úr rekaviði og því mikill eldsmatur. Veðurskilyrði bæti ekki úr skák. 

„Það er erfitt að athafna sig á stuttum tíma í þessum skilyrðum,“ segir hún.

Friðuð árið 1990

Eldsupptök eru algjörlega ókunn að sögn Ásthildar en sem betur fer varð engum meint af að hennar sögn. 

Grímseyjarkirkja var byggð árið 1867 úr rekaviði en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eldhættu og um leið var byggður við hana kór og forkirkja með turni. Gagngerar endurbætur á kirkjunni fóru fram árið 1956 og var hún þá endurvígð.

Kirkjan var friðuð 1. janúar árið 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

Grímseyjarkirkja var byggð árið 1867 og friðuð 1990.
Grímseyjarkirkja var byggð árið 1867 og friðuð 1990. Ljósmynd/Brad Weber
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert