Sólskinsstundir í Reykjavík ekki færri í 100 ár

Sólarrýrt sumar var í Reykjavík, skrifar veðurfræðingurinn Trausti Jónsson á bloggsíðu sinni. Vekur hann athygli á að það hafi verið það sólarrýrasta í hundrað ár.

„Það eru aðeins 1913 og 1914 sem eru svipuð. Þetta er líka í fyrsta skipti sem sólskinsstundir vorsins eru fleiri en sumarsins. Afskaplega óvenjulegt svo ekki sé meira sagt.“

Þá féll ársmet í vindhraða í illviðrinu í gær í Botni í Súgandafirði að sögn Trausta. „Þar er sjaldan hvasst. Vindur fór þar í 22,6 m/s, en hviða í 39,7 m/s.“ 

Sumarið var það sólarrýrasta í 100 ár.
Sumarið var það sólarrýrasta í 100 ár. mbl.is/Hanna
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert