Forstjóri Kerecis fundaði með hægri hönd Bezos

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, fundaði með Werner Vogels, aðstoðarforstjóra Amazon og hægri hönd Jeffs Bezos, í gær. Þetta staðfesti Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Herma heimildir blaðsins að fundurinn hafi farið fram hér á landi.

Guðmundur vildi ekki tjá sig um hvað var rætt á fundinum en fyrirtækið hans er þekkt fyrir framleiðslu á sáraroði unnu úr þorskroði.

Vogels sér um tækni og nýsköpun hjá Amazon og þar gæti Kerecis hjálpað en fyrirtækið hefur vaxið ört síðustu ár og er þekkt fyrir nýsköpun í líftæknigeiranum.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur komið að fjármögnun Kerecis.

Vogels er þekktur sem arkitektinn á bak við Amazon Web Services sem er skýjaþjónusta Amazon og er ein arðbærasta þjónusta sem fyrirtækið rekur.

Í síðasta mánuði birtist rannsókn í ritrýnda vísindatímaritinu Wounds sem fjallaði meðal annars um það að sár meðhöndluð með sáraroði frá fyrirtækinu gróa hraðar en sár meðhöndluð með hefðbundnum aðferðum. Einnig sýndi rannsóknin fram á það að tvöfalt fleiri sjúklingar náðu bata sem voru meðhöndlaðir með sáraroðinu en þeir sem fengu hefðbundna meðhöndlun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert