Veltir upp hvort hætta eigi almennri sýnatöku

Ragnar Freyr veltir upp hvort nóg sé að prófa fólk …
Ragnar Freyr veltir upp hvort nóg sé að prófa fólk í áhættuhópum.

Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalands, veltir upp þeirri spurningu hvort það sé nauðsynlegt að halda áfram að framkvæma jafn mörg PCR-próf og hefur verið gert.

Hvort það væri mögulega nóg að prófa þá þá sem eru í áhættuhópum og vakta þá sérstaklega.

Hann telur að kostnaður við prófin sé um 50 til 100 milljónir á dag og spyr hvort það væri ekki meira vit í að láta það fjármagn renna beint til spítalans og byggja hann upp til að takast á við þessi veikindi. Ragnar birtir vangaveltur sínar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Hann bendir á að Ómíkron-afbrigðið sé vægara en önnur afbrigði en smit af völdum þess breiðist hins vegar mjög hratt út.

„Er vit í því að framkvæma öll þessi PCR próf? Á að mestu leyti frísku fólki sem hefur litla áhættu á því að veikjast alvarlega, leggjast inn á sjúkrahús eða lenda á gjörgæslu?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert