Nýjar aðgerðir kynntar í dag

Willum Þór Þórsson og Katrín Jakobsdóttir.
Willum Þór Þórsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnir minnisblað Þórólfs Guðnason sóttvarnalæknis fyrir ríkisstjórn í dag. 

Núverandi sóttvarnaaðgerðir falla úr gildi á morgun. Búast má við að niðurstaða ríkisstjórnar, og þar með sóttvarnaaðgerðir næstu daga og vikna, verði kynnt að fundinum loknum venju samkvæmt. 

Frá því á Þorláksmessu hefur 20 manna almenn samkomutakmörkun verði í gildi með undanþágu á 50 manna sitjandi samkomum. Þá er heimilt að 200 manns komi saman gegn því að fólk framvísi neikvæðu hraðprófi. 

Tveggja metra regla er í gildi og grímuskylda þar sem þeirri reglu verður ekki komið við.

Býst við löngum fundi

Enginn fundur var á föstudag, en alla jafna eru ríkisstjórnarfundir á þriðjudags- og föstudagsmorgnum. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir við mbl.is að gera megi ráð fyrir löngum fundi þar sem væntanlega standa einhver umtalsefni út af vegna fundaleysis fyrir helgi. 

Gera má því ráð fyrir að nýjar sóttvarnaðagerðir verði kynntar um og upp úr hádegi á eftir og verður hægt að fylgjast með nýjustu tíðindum hér á mbl.is.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert