Auglýsir eftir sögum um mann sem tali mikið um Covid

Edda Falak
Edda Falak mbl.is/Hallur Már

Edda Falak, eig­andi og þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, auglýsti í gær eftir sögum um ónefndan mann sem hún segir vera geranda í vændiskaupum, til að styrkja væntanlegt viðtal við konu sem varð fyrir vændi.

Hún segir manninn vera mjög þekktan og að hann sé virkur í umræðunni um Covid-19. Einnig hafi ónefndi maðurinn talað opinskátt um fíkniefnavanda.

„Það leitaði til mín kona sem varð fyrir vændi fyrir nokkrum árum. Gerandi hennar er mjög þekktur maður í samfélaginu og virkur í umræðunni um covid. Hann hefur einnig talað opinberlega um alvarleika fíknivanda,“ skrifaði Edda í Facebook-hópnum „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“.

Skjáskot af færslu Eddu í Facebook-hópnum.
Skjáskot af færslu Eddu í Facebook-hópnum.

Hún sagðist leita til hópsins í þeirri von um að einhver þekki til mannsins sem talað er um og hafi einhverjar upplýsingar um hann sem geta styrkt frásögn konunnar.

Ekki Kári, segir Frosti

Vísir greindi frá því í gær að í bréfi Frosta Logasonar stjórnarmanns í SÁÁ til stjórnar samtakanna sé fullyrt að Edda hafi staðfest að ekki sé um Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og fyrrum stjórnarmann í SÁÁ, að ræða. Fyrirspurn Arnþórs Jónssonar, fyrrverandi formanns SÁÁ, um það varð til þess að Kári og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍE, sögðu sig úr stjórn og Þóra Kristín dró sig jafnframt úr formannskjöri – samkvæmt frétt Vísis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert