Snjómokstur í ólestri

Mikillar óánægju hefur gætt með snjóruðning á götunum.
Mikillar óánægju hefur gætt með snjóruðning á götunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsmenn vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar hafa fengið sig fullsadda með það sem þeir nefna „hringlandahátt, þekkingar- og skilningsleysi á verkefninu og virðingarleysi í [sinn] garð,“ af hálfu borgaryfirvalda. Þeir sendu bréf þess efnis til yfirmanna sinna í janúar, en hafa engin svör fengið.

Í vikunni hefur mikið borið á kvörtunum borgarbúa í fannferginu, sem telja götur seint og illa ruddar af snjó með tilheyrandi töfum og óhöppum. Í bréfi starfsmannanna er vikið að mörgum þáttum, sem ætla má að hefðu komið í veg fyrir það.

Í bréfinu kemur fram að gerð hafi verið þarfagreining fyrir útboð á nýjum bílum síðasta sumar, en ekki hafi verið tekið tillit til hennar þegar á reyndi. Fyrir vikið hafi verið keyptir bílar, sem ekki geta borið 1.000 kg saltkassa þá, sem vetrarþjónustan noti til að hálkuverja þröngar götur og aðra staði þar sem hálku gætir en verktakar við snjóruðning komast ekki í.

Það hafi svo gert illt verra að í vetur hefði verið bannað að hafa nagladekk undir eftirlitsbílum, sem við blasi að mest reyni á í ófærð og glerhálku.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert