Gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna

Jón Már Héðinsson lætur af störfum sem skólameistari Menntaskólans á …
Jón Már Héðinsson lætur af störfum sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna sem hefðu aldrei haft neitt með nám og menntun að gera.

Jón hélt brautskráningarræðu á skólahátíð MA í morgun en hann er að ljúka störfum sem skólameistari skólans.

Sagði hann þar að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum en þau hefðu verið þægilegt guðlegt tæki til að flokka fólk og útdeila gæðum.

Fjallað er um ræðuna á vefnum Akureyri.net.

„Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ hefur Akureyri.net eftir ræðu Jóns frá því í morgun.

Nám sé þroskasamtal

Jón segir nám vera þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking sé tengd saman og búi til nýja hugsun. Hann segir kennara í MA vera í auknum mæli að tileinka sér leiðsagnarkennslu sem kennsluaðferð og að hún verði í enn ríkari mæli hluti af starfsþróun kennara í skólanum.

„Inn í þessa hugmyndafræði fléttast verkefnamiðað nám og kennsla, því slíkt vinnulag þurfa nemendur að hafa á valdi sínu í námi og starfi í framtíðinni,“ sagði Jón Már.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert