Samtökin '78 hafa lagt fram kæru

Samtökin 78 kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla hans í garð hinsegin …
Samtökin 78 kæra vararíkissaksóknara vegna ummæla hans í garð hinsegin hælisleitenda. Samsett mynd

Samtökin '78 hafa kært Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla í garð samkynhneigðra hælisleitanda í færslu á Facebook. Að mati samtakanna er um rógburð eða smánun að ræða og falla því ummælin undir lög um hatursorðræðu.

Þetta staðfestir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, í samtali við mbl.is. 

Í færslunni sem um ræðir spyr Helgi Magnús hvort einhver skortur sé á samkynhneigðum karlmönnum á Íslandi: 

„Flest­ir hæl­is­leit­end­ur koma í von um meiri pen­ing og betra líf. Hver lýg­ur sér ekki til bjarg­ar? Þar fyr­ir utan er ein­hver skort­ur á homm­um á Íslandi?“

Færslunni var deilt á samfélagsmiðlum og hlaut mikla gagnrýni þar. 

Helgi hefur ekki verið beðinn um að stíga til hliðar vegna kærunnar, en hann greindi frá því við mbl.is fyrr í dag að hann sjái ekkert tilefni til þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert