Kveðja Laugarvatn þvert á vilja

Kristín Óskarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson hafa notið þess að …
Kristín Óskarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson hafa notið þess að dvelja á Laugarvatni á sumrin í þó nokkur ár en rífa nú hýsi sitt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til stendur að leggja niður hjólhýsabyggð á Laugarvatni en margir eigendur hjólhýsa á svæðinu fengu nýlega bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar þess efnis að til stæði að loka fyrir rafmagn og vatn á svæðinu hinn 1. september. Þyrftu eigendurnir því að taka saman dótið sitt sem fyrst og yfirgefa svæðið.

Í september 2020 var tekin ákvörðun um að leggja niður hjólhýsabyggð á svæðinu vegna þess að brunavarnir væru ekki metnar nægilega traustar. Síðan þá hafa sveitarstjórn Bláskógabyggðar og Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, verið í samningaviðræðum um möguleikann á áframhaldandi hjólhýsabyggð.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert