Sólveig býður sig fram

Sólveig er mætt til fundarins.
Sólveig er mætt til fundarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ákveðið að bjóða sig fram sem 2. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

„Kæru félagar, ég hef verið gagnrýnin á Alþýðusamband Íslands,“ hefst færslan.

Segir Sólveig vilja snúa við þróun sem hún segir einkennast af „ömurlegri stéttasamvinnu-hugmyndafræði, Salek-kreddum og yfirtöku sérfræðingastéttarinnar á kostnað áhrifa félagsfólks og lýðræðislegra vinnubragða“.

Ég trúi því að með nýrri forystu, nýjum áherslum og nýjum vinnubrögðum sé mögulegt að umbreyta Alþýðusambandinu. Það getur orðið máttugt og lýðræðislegt samband vinnandi fólks.

Bætir hún við að hún styðji Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, í framboði hans til forseta sambandsins.

Hafði ekki ákveðið sig í gær

Greint var frá því í gær að Ragnar Þór vildi Sólveigu sem annan varaforseta sambandsins. Í kjölfarið var haft samband við Sólveigu sem sagðist ekki enn hafa tekið ákvörðun.

Kosið verður í forystu sambandsins á þingi þess sem fram fer 10. til 12. október. 

Færsla Sólveigar Önnu í heild sinni:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert