Hafa áhyggjur af flugöryggi vegna eldsumbrota

Frá eldgosinu í Geldingadölum.
Frá eldgosinu í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sveitarstjórn Norðurþings samþykki á fundi í gær ályktun þar sem stjórnvöld eru hvatt til að gera faglegt mat á nýjum millilandaflugvelli á Húsavík.

Fram kemur í ályktuninni að ýmsar spurningar um flugöryggis á Íslandi vakni upp vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Suðvesturhorni landsins.

Fannst full ástæða til að stimpla þetta inn

Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar, segir í samtali við mbl.is að stjórnin sé einfaldlega að velta því fyrir sér í ljósi eldgosa á Reykjanesi hvað eigi til bragðs að taka ef hraun rennur yfir flugvöllinn eða þar í grennd.

„Það er ástæða fyrir því að við gefum út viðvaranir í gulum, appelsínugulum og rauðum lit þegar gerast eldgos og eldgos gerast á Íslandi og jarðskjálftar. Okkur fannst því ástæða til að stimpla þetta inn í ljósi hugmynda um að stækka þennan flugvöll og bæta við fjórum brautum,“ bætir Hjálmar við.

Auk þess er lögð áhersla á að festa í sessi fleiri gáttir inn í landið og styrkja bæði samgöngur og innviði. Þá dreifist flugumferð og viðkoma ferðafólks um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert