Gagnrýnir grín Gísla Marteins um Hitler

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að lágpunkti hafi verið náð hjá Ríkisútvarpinu þegar svipmyndir af „ævintýrum Adolfs Hitlers“ voru sýndar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöld. 

Í Facebook-færslu vísaði Guðrún í færslu Andra Steins Hilm­ars­sonar, bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, í gær þar sem hann sagði að nýj­um lág­punkti hafi verið náð „þegar út­lend­inga­stefna RÚV er orðin að meg­inþema í jóla­barna­efni sem er fram­leitt“.

Guðrún segir að lágpunkturinn hafi verið „í þættinum síðasta föstudagskvöld þegar Gísli/RÚV taldi nokkrar laufléttar svipmyndir af „ævintýrum“ Adolfs Hitlers myndu koma íslensku þjóðinni í jólaskap“.

Vitnar hún síðan orðrétt í orð Gísla Marteins. 

„Ég hef búið í Þýskalandi. Svona myndi engin láta frá sér og allra síst á ríkisreknum fjölmiðli!“

Færsla Guðrúnar á Facebook.
Færsla Guðrúnar á Facebook. Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert