Fjárlög 2023 samþykkt á Alþingi

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sleit þingfundi fyrir stuttu.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sleit þingfundi fyrir stuttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjárlög fyrir árið 2023 hafa verið samþykkt á Alþingi og er þingið jafnframt komið í jólafrí. 

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginstef fjárlaga fyrir árið 2023 sé áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónustu og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga. Lögin tryggi aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka.

„Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%,“ segir í tilkynningunni.

Þar eru einnig nefnd löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem bætt hafi verið í framlög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert