Sagað í gegnum klakann til að komast að holræsum

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa þurft að beita ýmsum verkfærum til þess …
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa þurft að beita ýmsum verkfærum til þess að komast að niðurföllum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Eftir langan frostakafla stefnir í hlýnandi veður á morgun og getur varahugavert ástand skapast samhliða asahlákunni. Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur unnið síðustu daga að því að hreinsa í kringum niðurföll á þekktum lágpunktum til að lagnakerfið geti betur tekið á móti vatninu. 

Erfitt hefur reynst að komast að niðurföllum og hefur í sumum tilfellum þurft að saga í gegnum klakann og beita ýmsum verkfærum. Einnig hjálpar til að búið er að flytja mikið magn af snjó í burtu úr þrengri götum eins og til að mynda í vesturhluta borgarinnar. Líka hefur verið unnið að því að sanda gönguleiðir síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Starfsfólk á vakt fram eftir kvöldi

Hverfastöðvar Reykjavíkurborgar verða með starfsfólk á vakt fram eftir kvöldi á föstudag og á laugardeginum ef þörf verður á. Helstu verkefni þeirra verða að takast á við og koma í veg fyrir vatnssöfnun á götum.

Fólk getur sent inn ábendingar um t.d. vatnssöfnun á götum á ábendingavef Reykjavíkurborgar.

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa haft í nægu að snúast seinustu daga …
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa haft í nægu að snúast seinustu daga við að hreinsa frá niðurföllum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Búið er að flytja mikið magn af snjó burt úr …
Búið er að flytja mikið magn af snjó burt úr þrengri götum í borginni. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert