Boeing 757-flugvél nýtt í innanlandsflug

Flugvélin sást á Reykjavíkurflugvelli í dag.
Flugvélin sást á Reykjavíkurflugvelli í dag. mbl.is/Kristján

Boeing 757-flugvél Icelandair hefur verið nýtt í innlandsflug í dag. Aukaflugferðir hafa verið til Egilsstaða og Akureyrar í dag vegna flugferða sem féllu niður í gær.

„Þetta er oft gert þegar það eru uppsafnaðar raskanir, eins og í gær þegar nokkrum flugferðum var aflýst, þá er stundum fengin þota til að taka fleiri farþega í einu,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is.

Nokkur flug hafa farið til Egilsstaða og Akureyrar í dag en flugferðum til Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag vegna veðurs á Vestfjörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert