Létt yfir formönnum

Það er létt yfir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni SA, og …
Það er létt yfir Eyjólfi Árna Rafnssyni, formanni SA, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stemningin í Karphúsinu er ívið léttari í dag en hún var í gær og til marks um það sátu formenn deiluaðilanna fyrir á mynd á kaffistofunni fyrir skömmu, þó þau hafi nú ekki verið í neinum faðmlögum.

Þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, vildu þó lítið tjá sig um það hvernig gengi að funda en það mátti lesa í líkamstjáningu þeirra beggja að það sé hreyfing.

Talandi um hreyfingu. Það er mikið gengið um ganga húsakynna ríkissáttasemjara. Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í deilunni, gengur á milli fundarherbergja samninganefndanna í annarri álmunni en færir sig reglulega yfir í hina álmuna á fundi undir fjögur augu með hinum og þessum aðilum máls.

Stemningin er sem sagt létt þó ekki sé enn farið að hræra í vöfflur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert