„Mér er bara hálf brugðið“

„Erum við í alvöru orðin 390 þúsund?“ 

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hváði þegar honum var tilkynnt á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um skýrslu peningastefnunefndar bankans um nýjustu mannfjöldatölur á Íslandi.

Nefndarmaður upplýsti Ásgeir um það að Íslendingum hafi fjölgað úr 387 þúsund í janúar og séu nú orðnir fleiri en 390 þúsund talsins.

„Þá erum við einhvern veginn að hækka vexti ofan í þessa miklu aukningu í eftirpsurn eftir íbúðum og þarna, og það er kannski ekki alveg það sem, jájá en, já ég, ég bara,“ sagði Ásgeir og kláraði ekki setninguna.

„Mér er bara hálf brugðið,“ sagði hann í kjölfarið og virtist mjög hugsi yfir þessum nýju upplýsingum.

Ekkert þróað ríki með slíkan vöxt í mannfjölda

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri bætti því við að Íslendingum hafi fjölgað um 3% á síðasta ári og um 3% árið 2016 en þá hafi verið samskonar ástand á húsnæðismarkaði.

„Ég held að það sé ekkert þróað ríki sem er með svona mannfjöldavöxt eins og við,“ sagði Rannveig.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri á opnum fundi …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert