Fundar með forráðamönnum furstadæma um loftslagsmál

Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands er áttatíu ára í …
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands er áttatíu ára í dag. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson segir aukið vægi loftslagsmála í þjóðfélagsumræðunni helstu breytinguna sem hafi orðið frá því að hann lét af embætti forseta árið 2016. Hann hefur undanfarið fundað með forráðamönnum Sameinuðu arabísku furstadæmanna um þau sömu mál.

Hamfarahlýnun var ekki í deiglunni á sama hátt og hún er í dag þegar Ólafur Ragnar sór embættiseið árið 1996 en hann minntist nú samt sem áður á loftslagsvána í sínu fyrsta nýársávarpi.

„Á þeim árum sem hafa liðið síðan ég lét af embætti hafa loftslagsbreytingarnar tvímælalaust orðið meginviðfangsefni veraldar,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við mbl.is. 

Heimur barnabarnanna annar

Hann bindur vonir við að árangur náist á þessu sviði í málaflokknum og vinnur leynt og ljóst að því enn í dag. 

„Þó einstaka styrjaldir og hörmungar taki fréttir dagsins og séu hræðilegar þá er yfirvofandi þessi gríðarlega ógn. Hún mun hækka sjávarborð, eyðileggja byggðir og breytafæðukerfi, gera líf minna barnabarna nánast óþekkjanlegt miðað við mína æsku. Það er meginbreytingin sem hefur orðið á þessum stutta tíma og það sýnir að það er hægt að ná árangri.“

Aðstoðar furstadæmin við undirbúning loftslagsráðstefnu

Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Ólafur Ragnar hefur fundað með fulltrúum þeirra í aðdraganda ráðstefnunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert