Brýnt að fundurinn skili einhverju

„Okkur hefur tekist að hefja þennan leiðtogafund með sóma vil ég leyfa mér að segja. Nú bíður það verkefni forsætisráðherra, utanríkisráðherra og okkar hinna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að þessi fundur hafi áhrif, að hér hittist fólk og að sú samkoma leiði til þess að skref verði stigin, til dæmis í sambandi við innrás Rússa í Úkraínu, sem leiði til þess að hér verði teknar ákvarðanir sem skipta máli.“

Þetta segir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson í samtali við mbl.is. 

Hann telur brýnt að fólk fái á tilfinninguna að boðað hafi verið til fundarins með það fyrir augum að hann skili einhverju.

„Við horfum til stríðsins og innrásar Rússa í Úkraínu, en loftslagsmál verða líka ofarlega á baugi, málefni ungmenna og ég tel mikilvægt að þau sjónarmið heyrist líka og það verði kannski áherslur Íslands til lengri tíma litið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert