Jökulsárlón til sölu

Höfðu sigur eftir 7 ára baráttu

1.5. Héraðsdómur Austurlands hefur fellt úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar um að synja ferðaþjónustufyrirtækinu Ice Lagoon um stöðuleyfi undir húskerru á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Fyrirtækið hefur barist fyrir aðstöðu við Jökulsárlón í tæpan áratug. Meira »

Þjóðgarður með umsjón yfir jörðinni

9.3. Markmið ríkisins með kaupunum á Felli í Suður­sveit er að jörðin verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Ríkið nýtti sér forkaupsrétt sinn að jörðinni í janúar en málið er fyrir dómstólum. Meira »

Lónið allt verði innan þjóðgarðs

12.1. Björt Ólafsdóttir, nýr umhverfisráðherra, fagnar því að það sé komið á hreint að ríkið geti nýtt forkaupsrétt sinn að jörðinni Felli, sem komist þar með í eigu almennings. „Þá geta þau áform sem uppi hafa verið um að taka þetta svæði og setja undir Vatnajökulsþjóðgarð orðið að veruleika,“ segir hún. Meira »

Var fresturinn framlengdur?

12.1. Var frestur ríkisins til að taka af­stöðu til nýt­ing­ar for­kaups­rétt­ar á jörðinni Felli við Jök­uls­ár­lón liðinn þegar ákveðið var að nýta forkaupsréttinn 9. janúar? Samkvæmt frétt Fréttablaðsins rann hann út 3. janúar en í frétt mbl.is 8. nóvember kemur fram að fresturinn hafi verið framlengdur. Meira »

Ótal tækifæri á Felli

10.1. Fjölbreytt tækifæri felast í kaupum ríkisins á jörðinni Felli í Suðursveit, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra. Rík­is­sjóður ákvað að nýta for­kaups­rétt vegna jarðar­inn­ar Fells í Suður­sveit á grund­velli laga um nátt­úru­vernd, en jörðin er á nátt­úru­m­inja­skrá. Meira »

Hluti Jökulsárlóns til ríkis

24.12. Meðal þess sem Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum var heimild til að ganga inn í kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni. Meira »

Sigurður Ingi vill að ríkið kaupi Fell

8.11. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra vill að ríkið nýti forkaupsrétt sinn til að kaupa jörðina Fell við Jökulsárlón að því að greint er frá á fréttavef RÚV. Tilboð hefur borist í jörðina frá fjárfestum, en ríkið hefur frest til að nýt­a for­kaups­rétt sinn á jörðinni til 10. janú­ar nk. Meira »

Skiptust á að bjóða í Fell

4.11. Skipst var á að bjóða í jörðina Fell við Jökulsárlón á fundi hjá sýslumanninum á Suðurlandi í morgun. Næsthæsta boðið kom frá Einari Birni Einarssyni, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns ehf., og var það tíu milljónum krónum lægra en það hæsta, eða 1.510 milljónir króna. Meira »

Hærra tilboð þarf í Fell samdægurs

27.10. Fari svo að sýslumaður ákveði hinn 4. nóvember að taka einhverju af tilboðunum sem hafa verið gerð í jörðina Fell við Jökulsárlón, hafa landeigendur þann sama dag til að gera hærra tilboð til að leysa til sín eignina. Meira »

Býður 1,5 milljarð í Fell

10.8. Hæstu tilboð sem borist hafa í jörðina Fell við Jökulsárlón eru á bilinu 1 til 1,5 milljarðar króna.  Meira »

Von á tilboði á næstunni

10.5.2016 Þó nokkur áhugi er á jörðinni Fell í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu, sem nær að hluta yfir Jökulsárlón að sögn Ólafs Björnssonar, hæstaréttarlögmanns og fasteignasala hjá Lögmönnum á Suðurlandi. En honum var falið af sýslumanninum á Suðurlandi að selja jörðina sem verið hefur í opnu uppboðsferli. Meira »

Bjartsýnn á tilboð í jörðina

26.4.2016 „Ég á von á því að það komi tilboð fljótlega,“ segir Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður og fasteignasali hjá Lögmönnum Suðurlandi, í samtali við mbl.is en hann fundaði með sýslumanninum á Suðurlandi í dag þar sem honum var falið að selja jörðin Fell í Austur-Skaftafellssýslu en hluti jarðarinnar nær yfir Jökulsárlón. Meira »

Ræða tilhögun sölunnar á Jökulsárlóni

25.4.2016 Fulltrúi sýslumannsins á Suðurlandi fundar í dag með eigendum jarðarinnar Fells, sem á stóran hluta af Jökulsárlóni. Meðal annars verður farið yfir ákvörðun sýslumanns um að selja jörðina á opnum markaði og tilhögun sölunnar rædd. Meira »

„Snýst um réttlæti fyrir konu mína“

15.4.2016 Michael Boyd missti eiginkonu sína í hörmulegu slysi við Jökulsárlón í ágúst þegar hjólabátur bakkaði á þau og táningsson á bílastæði við lónið. Eiginkonan, Shelagh, lést samstundis. Boyd segist ekkert hafa heyrt frá lögregluyfirvöldum né ferðaþjónustufyrirtækinu eftir slysið. Meira »

Vill Jökulsárlón í örugga höfn

15.4.2016 „Ég var að kynna málið fyrir ríkisstjórn. Þá ekki síst vegna þeirrar umræðu sem verið hefur í gangi. Ráðuneytið hefur fylgst með þessu máli í nokkurn tíma sem og sveitarfélagið fyrir austan og við höfum átt í viðræðum við það og þær halda áfram.“ Meira »

Fögrusalir töpuðu í Hæstarétti

20.3. Hæstiréttur Íslands hefur vísað máli Fögrusala ehf. frá og staðfest þar með úrskurð héraðsdóms. Málið snýst um að Fögrusalir ehf. keyptu jörðina Fell í Suðursveit 4. nóv­em­ber síðastliðinn en ríkið hafði þá lög­um sam­kvæmt 60 daga til að ganga inn í kauptil­boðið. Meira »

Salan á Felli fyrir dómstólum

8.3. Lögmaður Fögrusala ehf. segir það ljóst að 60 daga frestur ríkisins til að nýta sér forkaupsrétt á jörðinni Felli í Suðursveit hafi verið liðinn þegar ríkið keypti jörðina. Málið muni fara sína leið í dómskerfinu. Meira »

Fresturinn til kaupa ekki liðinn

12.1. Sýslumaðurinn á Suðurlandi segir að frestur ríkisins til að taka afstöðu til nýtingar forkaupsréttar á jörðinni Felli við Jökulsárlón hafi ekki verið liðinn þegar ákveðið var að nýta forkaupsréttinn 9. janúar. Sýslumaður vísar því alfarið á bug að klúður hafi átt sér stað. Meira »

Fresturinn var liðinn

12.1. Sextíu daga frestur ríkisins til nýta sér forkaupsrétt á jörðinni Felli í Suðursveit var runninn út þegar fjármálaráðuneytið ákvað að nýta réttinn. Meira »

Ríkið kaupir jörðina Fell

9.1. Ríkissjóður ákvað í dag að nýta forkaupsrétt vegna jarðarinnar Fells í Suðursveit á grundvelli laga um náttúruvernd, en jörðin er á náttúruminjaskrá. Jörðin Fell á land að aust­ur­strönd Jök­uls­ár­lóns á Breiðamerk­urs­andi en lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. Meira »

Salan á Felli ekki verið kærð

12.12. Kaup fjárfestis á jörðinni Felli sem á land á austurbakka Jökulsárlóns eru orðin straðreynd.   Meira »

Fresturinn framlengdur til 10. janúar

8.11. Sýslumaðurinn á Suðurlandi ákvað í gær að framlengja frest ríkisins til að taka afstöðu til nýtingar forkaupsréttar á jörðinni Fell við Jökulsárlón til 10. janúar nk., að því er fram kemur í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Tilboði Fögrusala ehf. í Fell tekið

4.11. Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur tekið tilboði Fögrusala ehf., sem er dótturfélag Thule Investments, í jörðina Fell við Jökulsárlón. Félagið bauð hæst í jörðina, 1.520 milljónir króna. Meira »

Tilboðin undir væntingum

26.10. Þrjú tilboð bárust í jörðina Fell við Jökulsárlón, en tilboðsfrestur rann út í gær. Hæsta tilboðið hljóðar upp á 1,17 milljarða og segir Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum á Suðurlandi sem fer með sölu jarðarinnar, öll tilboðin hafa verið lögð fram af íslenskum fjárfestum. Meira »

Fjárfestar bítast um Jökulsárlón

8.8. Mikill áhugi er á jörðinni Felli í Austur-Skaftafellssýslu, sem nær að hluta yfir Jökulsárlón, að sögn Huldu Jónasdóttur, eins landeigenda og gerðarbeiðanda í málinu. Fjárfestingasjóðir og aðrir fjárfestar hafa sýnt jörðinni áhuga. Meira »

Vilja upplýsingar um nýtingu

28.4.2016 Í bréfi forsætisráðuneytis til lögmanna eigenda jarðarinnar Fells, austan Jökulsárlóns, er minnt á að lónið er að stærstum hluta innan þjóðlendu, en nú er unnið að sölu á jörðinni. Meira »

Leita tilboða í hluta Jökulsárlóns

26.4.2016 Sýslumaðurinn á Suðurlandi mun fela Lögmönnum Suðurlandi á Selfossi að leita tilboða í jörðina Fell í Austur-Skaftafellssýslu. Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður og löggiltur fasteignasali, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Ríkið fylgist með sölunni

16.4.2016 Aðkoma ríkisins að kaupum á jörðinni Felli sem tilheyrir Jökulsárlóni var rædd á ríkisstjórnarfundi í gær.  Meira »

Tryggi hagsmuni almennings

15.4.2016 „Við erum að vinna að málaskránni. Hún verður auðvitað bara listi yfir mál sem við teljum nauðsynlegt að klára. Bæði mál sem eru í vinnslu og einnig einhver mál sem ekki hafa komið fram enn en er nauðsynlegt að ganga frá.“ Meira »

Áhugi á að grípa inn í söluna

14.4.2016 „Eðlilega ber maður umhyggju fyrir þessu viðkvæma svæði sem jafnframt er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Æskilegast væri að slík svæði séu í eigu ríkisins en hvort hægt sé að ganga inn í alla samninga er ekki alveg á mínu borði,“ segir Sigrún Magnúsdóttir í samtali við mbl.is. Meira »