Duterte og fíkniefnastríð á Filippseyjum

Lá blæðandi í götunni og þóttist dáinn

í fyrradag Í 51 af þeim fíkniefnarassíum filippseysku lögreglunnar þar sem komið hefur til skotbardaga, voru 100 þeirra sem aðgerðir lögreglu beindust gegn drepnir en aðeins 3 særðust. Drápshlutfall filippseysku lögreglunnar í slíkum aðgerðum er 97% og skýrslur lögreglumannanna eru grunsamlega líkar. Meira »

Bannar reykingar á almannafæri

19.5. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur bannað reykingar á almannafæri en þeir sem brjóta gegn banninu eiga yfir höfði sér allt að fjögurra mánaða fangelsi og 10 þúsund króna sekt. Bannið gildir bæði um reykingar innan- og utandyra. Meira »

„New York Times, hálfvitar“

27.4. Rodrigo Duterte forseti Filippseyja segir að á New York Times vinni hálfvitar og hafnar alfarið gagnrýni blaðsins á stríð hans gegn fíkniefnum. Meira »

Látnir afklæðast og bíða í röðum

2.3. Myndir af hundruðum nakinna fanga í fangelsi á Filippseyjum hafa vakið hörð viðbrögð. Fangarnir eru látnir sitja á gólfum naktir á meðan leitað er að smyglvarningi. Myndirnar þykja benda til að mannréttindabrot séu framin í fangelsum landsins undir stjórn forsetans Rodrigo Duterte. Meira »

„Við gegn þeim“

22.2. Stjórnmálamenn beita nú æ oftar hugmyndafræði um „við gegn þeim“. Þessi orðræða stjórnmálamanna í heiminum hefur aukið bilið milli landa og gert heiminn hættulegri segir í ársskýrslu Amnesty International, en samtökin gáfu í dag út árlegt yfirlit sitt yfir stöðu mannréttinda í heiminum. Meira »

Pólitískur andstæðingur Duterte ákærður

17.2. Saksóknari á Filippseyjum hefur ákært þarlendan þingmann fyrir að hafa þegið fé frá eiturlyfjabarónum þar í landi. Þingkonan, Leila de Lima, er þekkt fyrir að vera mikill andstæðingur stríðsins gegn fíkniefnum sem geisar á Filippseyjum. Meira »

Sakar lögreglu um spillingu

30.1. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, segir lögreglu landsins spillta en hann ætlar ekki að gefast upp í baráttunni gegn fíkniefnum í landinu. Meira »

Hættir við tónleika í mótmælaskyni

21.12. Grammy verðlaunahafinn James Taylor hefur aflýst tónleikum sem hann ætlaði að halda á Filippseyjum í febrúar. Ástæðan eru dráp án dóms og laga að beiðni forseta landsins, Rodrigo Duterte. Morðin eru liður í stríði forsetans við eiturlyfjasala. Meira »

„Ég drap um það bil þrjá“

16.12. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, skaut til bana þrjá karlmenn þegar hann var borgarstjóri borgarinnar Davao. Þetta hefur hann staðfest í samtali við við breska ríkisútvarpið BBC. Meira »

Játar að hafa drepið fólk

14.12. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, segir að hann hafi sjálfur drepið fólk sem var grunað um saknæmt athæfi þegar hann var borgarstjóri í Davao. Meira »

Skotinn til bana í fangaklefanum

5.11. Rolando Espinosa, bæjarstjóri á Filippseyjum sem forseti landsins, Rodrigo Duterte, sagði að tengdist fíkniefnasölu hefur verið skotinn til bana í fangaklefa sínum. Meira »

Vill Bandaríkin burt úr landinu

26.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist vilja herlið Bandaríkjanna burt úr landi sínu á næstu tveimur árum. Þá sé hann reiðubúinn að rifta varnarsamningum við Bandaríkin, sem lengi hafa verið bandamenn Filippseyja. Meira »

Kominn tími til að kveðja Bandaríkjamenn

20.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, og Xi Jinping, forseti Kína, hétu því að auka traust og samskipti á milli landanna í dag í Kína. Meira »

„Hún ætti að skammast sín“

12.10. Filippeysk fegurðardrottning hefur verið gagnrýnd fyrir að líkja forseta landsins, Rodrigo Duterte, við Adolf Hitler.  Meira »

Skipar „hórusyninum“ til helvítis

4.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur sagt Barack Obama Bandaríkjaforseta að „fara til helvítis“ og hótað því að binda enda á bandalag Filippseyja og Bandaríkjanna og halla sér þess í stað að Kína og Rússlandi. Meira »

Sagði í lagi að nauðga þremur konum

27.5. Forseti Filippseyja er nú harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla varðandi nauðganir í ræðu sem hann hélt fyrir hermenn. Meira »

Fundu 12 fanga í leyniklefa

28.4. 12 manns fundust í leyniklefa á lögreglustöð á Filippseyjum. Leyniklefinn, sem var á stærð við skáp, var falinn bak við bókaskáp. Fundurinn hefur vakið enn frekari áhyggjur af misþyrmingu og öðrum brotum sem fylgja stríði Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Meira »

Fjölskyldur fá lífstíðardóm

14.3. Stríð stjórnvalda á Filippseyjum gegn eiturlyfjum hefur kostað sjö þúsund manns lífið á undanförnum mánuðum. En á sama tíma hafa fjölskyldur þeirra sem eru drepnir fengið sinn dóm - jafnvel lífstíðardóm fátæktar. Meira »

Handtökuskipanin „pólitískar ofsóknir“ Dutertes

23.2. Einn harðasti andstæðingur fíkniefnastríðs Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, öldungadeildarþingmaðurinn Leila de Lima, náði með naumindum að forða sér undan handtöku lögreglu og leita skjóls í þinginu í dag. Meira »

Dauðasveitir Duterte voru engin mýta

20.2. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja starfrækti sérstaka „dauðaveit“ í tíð sinni sem borgarstjóri Davao. Greiddi lögreglumönnum í reiðufé og fyrirskipaði dráp á glæpamönnum að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir fyrrverandi lögreglumanni sem segist hafa tekið þátt í drápunum. Meira »

Ætlar að drepa fleiri

2.2. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, boðar frekari aðgerðir hersins í stríðinu gegn fíkniefnum. Fleiri eiturlyfjasalar og fíklar verði drepnir í umboði forsetans. Meira »

„Ég hef gert það áður“

28.12. Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, hefur hótað því að henda spilltum embættismönnum úr þyrlu og heldur því einnig fram að það væri ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerðist. Meira »

Duterte vill daglegar aftökur

19.12. Mannréttindasamtök og forystumenn innan kaþólsku kirkjunnar áfordæmdu í dag áform Rodrigos Duterte, forseta Filippseyja, um að taka upp dauðarefsingu í landinu á nýjan leik og taka fimm til sex glæpamenn af lífi daglega. Eru áformin sögð villimannleg. Meira »

Filippseyjar fá ekki hjálpargögn

15.12. Íbúar á Filippseyjum fá ekki mikilvæg hjálpargögn frá Þróunarstofnun Bandaríkjanna, Millennium Challenge Corporation. Ástæðan er áhyggjur bandarískra yfirvalda af ástandinu í landinu eftir að Rodrigo Duterte, forseti, komst til valda fyrr á þessu ári. Meira »

Duterte íhugar að fylgja í fótspor Rússa

17.11. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótaði í dag að fylgja í fótspor rússneskra stjórnvalda og segja sig frá Alþjóðlega glæpadómstólnum í Haag. Ástæðan væri sívaxandi gagnrýni erlendra ríkja á aðferðir filippeyskra yfirvalda í baráttu sinni gegn fíkniefnasölum. Meira »

Orðljóti forsetinn hættir að blóta

28.10. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist hafa lofað Guði að hann muni bæta orðbragð sitt í framtíðinni en hann er þekktur fyrir að vera orðljótur. Meira »

„Heimurinn hatar Obama“

22.10. Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur haldið því fram að Barack Obama og Bandaríkin séu hötuð um allan heim, og hafi orðið til þess að ýta ríkjum á borð við Filippseyjar frá sér og í faðm andstæðingsins. Meira »

Kínverjar styðja Duterte

14.10. Kínversk yfirvöld lýstu í dag yfir stuðningi við aðgerðir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gegn eiturlyfjavandanum í landinu. Yfir 3700 manns hafa verið drepnir síðan Duterte tók við embætti í lok júní. Meira »

Lífstíðarfangelsi fyrir 160 alsælutöflur

6.10. Jeremy Eeaton, 34 ára Kanadamaður, hefur verið úrskurðaður í ævinlangt fangelsi á Filippseyjum fyrir að selja 160 alsælutöflur. Eaton var einnig skipað að greiða rúma milljón króna í sekt. Meira »

„Ég myndi slátra þeim með glöðu geði“

30.9. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, líkti stríðinu við eiturlyfjastarfsemi í heimalandinu við fjöldamorð Hitlers á gyðingum og sagðist „slátra með glöðu geði“ milljónum eiturlyfjafíkla. Meira »