Forsetakosningar í Frakklandi 2017

Frakkar kjósa sér nýjan forseta vorið 2017. Fyrri umferðin fer fram 23. apríl og ef enginn frambjóðandi fær helming atkvæða er kosið á milli tveggja efstu í fyrri umferðinni 7. maí. 

Segir árásirnar „sápuóperu“ sorans

í gær Kosningastjóri Francois Fillon, forsetaframbjóðanda franska Repúblikanaflokksins, fordæmdi í dag það sem hann kallaði „sápuóperu“ fjölmiðlaleka sem hafi þann eina tilgang að koma höggstað á framboð Fillons. Meira »

Hægri og vinstri að líða undir lok

17.3. Frakkar kjósa sér nýjan forseta eftir rúman mánuð og er sitjandi forseti, sósíalistinn François Hollande, ekki í framboði. Þetta er í fyrsta skipti frá stríðslokum sem Frakklandsforseti býður sig ekki fram til endurkjörs. Ákvörðun Hollande kemur ekki á óvart enda með eindæmum óvinsæll í embætti. Meira »

Fillon segir vin hafa borgað jakkaföt sín

12.3. Francois Fillon, forsetaframbjóðandi franska Repúblikanaflokksins, var í kastljósi fjölmiðla á ný í dag þegar hann viðurkenndi að „vinur“ hefði greitt fyrir sérsaumuð jakkaföt sín sem metin eru á þúsundir evra. Meira »

Macron leiðir í skoðanakönnum

9.3. Emmanuel Macron, frambjóðandi En marche, nýtur stuðnings 26% franskra kjósenda í fyrri umferð forsetakosninganna sem fram fer 23. apríl. Frambjóðandi Front National, Marine Le Pen, er með 25% en hún hefur undanfarið verið í fyrsta sæti í skoðanakönnunum. Meira »

Upplýsti ekki um lán

8.3. François Fillon, forsetaframbjóðandi repúblikana í Frakklandi, varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar vikuritið Le Canard enchaîné birti frétt um að hann hafi fengið 50 þúsund evrur að láni hjá kaupsýslumanni. Meira »

„Svarið er nei“

5.3. Franski forsetaframboðandinn Francois Fillon segir engan geta stoppað hann frá því að bjóða sig fram til forseta landsins, þrátt fyrir að flokksmenn hans úr franska Repúblikanaflokkinum hafi kallað eftir því að hann dragi framboðið til baka við vegna fjársvikahneykslis. Meira »

Húsleit á heimili Fillon

3.3. Húsleit var gerð á heimili François Fillon, forsetaframbjóðanda repúblikana, í París í gær. Hann er sakaður um að hafa útvegað eiginkonu sinni og börnum vinnu sem þau fengu greitt fyrir úr opinberum sjóðum en stunduðu ekki. Meira »

Hvað er að gerast hjá Fillon?

1.3. François Fillon, forsetaframbjóðandi repúblikana í Frakklandi, hætti við heimsókn á helstu landbúnaðarsýningu landsins á síðustu stundu í morgun og hefur boðað fjölmiðla á sinn fund í hádeginu. Er Fillon hættur við forsetaframboðið spyrja margir í frönskum fjölmiðlum. Meira »

Le Pen fyrirmynd kvikmyndapersónu

22.2. Fátt virðist geta stöðvað sigurför leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, í komandi forsetakosningum í Frakklandi. Í nýrri kvikmynd, sem álitin er hörð ádeila á Le Pen þrátt fyrir að kvikmyndagerðarmaðurinn neiti því að hún sé fyrirmyndin að aðalpersónunni. Meira »

Dýrt að yfirgefa evruna

14.2. Kæmi til þess að Frakkland segði skilið við evruna og tæki upp sjálfstæðan gjaldmiðil á nýjan leik myndi það hafa mikinn árlegan kostnað í för með sér að mati bankastjóra franska seðlabankans, Francois Villeroy de Galhau. Meira »

Slúðrað um ástarlíf forsetaframbjóðanda

7.2. Franski forsetaframbjóðandinn, Emmanuel Macron, kom ýmsum á óvart í gærkvöldi þegar hann tjáði sig opinberlega um orðróm sem lengi hefur verið í gangi um hann og ástarlíf hans. Meira »

Gegn hnattvæðingu og öfga-íslam

5.2. Forsetaframbjóðandi franska þjóðernisflokksins Þjóðfylkingarinnar ætlar að heyja kosningabaráttuna sína á grundvelli baráttu gegn hnattvæðingu og öfga-íslam. Þetta kom fram á kosningafundi í frönsku borginni Lyon í morgun. Meira »

Verður Macron næsti forseti?

1.2. Miðjumaðurinn Emmanuel Macron gæti orðið næsti forseti Frakklands en ný skoðanakönnun í franska dagblaðinu Les Echos bendir til þess að fylgi við hann hafi aukist í kjölfar dvínandi vinsælda hægrimannsins Francois Fillon vegna hneykslismáls. Meira »

Le Pen neitar að endurgreiða

1.2. Frestur sem Evrópuþingið veitti formanni franska þjóðernisflokksins Front National, Marine Le Pen, til þess að endurgreiða yfir 300 þúsund evrur, sem svarar til 37,4 milljóna króna, til baka sem hún eyddi án heimildar, rann út á miðnætti án þess að peningarnir skiluðu sér. Meira »

Benoit Hamon sigraði í forvali

23.1. Benoit Hamon, fyrrverandi menntamálaráðherra Frakklands, sigraði í fyrri umferð frambjóðendaforvals franska Sósíalistaflokksins fyrir forsetakjör í apríl og maí. Hamon hlaut 35% atkvæða. Meira »

Sprengjuhótun á skrifstofu saksóknara

20.3. Rýma þurfti skrifstofu saksóknara efnahagsbrota í París í morgun vegna sprengjuhótunar. Um 100 starfsmenn voru á skrifstofunni. Fyrir tveimur dögum þurfti að rýma annan stærsta flugvöll borgarinnar af ótta við mögulega hryðjuverkaárás. Meira »

Rannsaka ferð Macron til Las Vegas

14.3. Saksóknari Parísarborgar hefur hafið rannsókn á mögulegri hlutdrægni við viðburð á tækniráðstefnu sem átti sér stað í janúar 2016 í Las Vegas, þar sem franski efnahagsráðherrann Emmanuel Macron var aðalræðumaður. Meira »

Kjör Le Pen yrði „algjört stórslys“

9.3. Forsetakjör Marine Le Pen yrði „algjört stórslys“ að mati sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum, Gérard Araud. Araud tjáði sig um Le Pen í viðtali við The Washington Post í vikunni og fetar í fótspor sendiherra Frakklands í Japan með gagnrýni sinni á stjórnmálakonuna. Meira »

Franskir nemendur ráðast gegn lögreglu

8.3. Menntamálaráðherra Frakklands kallaði í dag eftir aðgerðum eftir að hópur gagnfræðaskólanema fór um og eyðilagði almenningseigur og réðst gegn lögreglu. 54 voru handteknir í kjölfar átakanna. Meira »

Juppé ætlar ekki í framboð

6.3. Alain Juppé, borgarstjóri í Bordeuax og fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar ekki í framboð í stað François Fillon, frambjóðanda repúblikana í komandi forsetakosningum. Meira »

„Allt var lögum samkvæmt“

5.3. Eiginkona Francois Fillon segist víst hafa sinnt störfum fyrir eiginmann sinn þegar hann starfaði sem þingmaður. Forsetaframboð Fillon hefur átt á brattann að sækja eftir að í ljós kom að eiginkona hans fékk laun frá ríkinu fyrir störf sem erfitt hefur reynst að sanna að hún hafi raunverulega sinnt. Meira »

Fillon hættir ekki

1.3. Formleg rannsókn er hafin á aðild Franço­is Fillon, for­setafram­bjóðanda re­públi­kana í Frakklandi, að fjársvikamáli en hann ætlar þrátt fyrir það að halda framboðinu til streitu. Hann segist vera saklaus og um pólitíska aðför sé að ræða að honum og fjölskyldu hans. Meira »

Aðstoðarmaður Le Pen ákærður

22.2. Persónulegur aðstoðarmaður franska forsetaframbjóðandans Marine Le Pen hefur verið ákærður í hneykslismáli sem tengist „gervi-störfum“ á Evrópuþinginu. Meira »

Neitar að gefast upp

18.2. Forsetaframbjóðandi repúblikana í Frakklandi, François Fillon, ætlar að halda framboðinu til streitu þrátt fyrir vera mögulega ákærður fyrir að hafa útvegað konu sinni starf á vegum þingsins og hún fengið greitt fyrir það án þess að sinna því. Meira »

Fylgið hrynur af Fillon

14.2. Frambjóðanda repúblikana fyrir frönsku forsetakosningarnar, François Fillon, hefur ekki tekist að vinna hylli almennings á nýjan leik eftir að upplýst var um launagreiðslur til eiginkonu hans árum saman. Meira »

Fillon boðar til blaðamannafundar

6.2. François Fillon, forsetaframbjóðandi Lýðveldisflokksins í Frakklandi, hefur boðað til blaðamannafundar síðdegis í dag en hart er sótt að honum vegna launagreiðslna til eiginkonu hans á sínum tíma. Meira »

„Ég hef aldrei verið aðstoðarmaður hans“

2.2. Eiginkona François Fillon, forsetaframbjóðanda repúblikana í Frakklandi, Penelope, segir í myndskeiði sem verður birt í franska sjónvarpinu í kvöld að hún hafi aldrei aðstoðað eiginmann sinn í starfi. Spurningin er hvort þetta reynist síðasti naglinn í líkkistu framboðs hans. Meira »

Sigurlíkur Le Pen aukast

1.2. Líkurnar á sigri franska þjóðernissinnans Marine Le Pen í forsetakosningum í Frakklandi í apríl og maí eru taldar hafa aukist eftir að forsetaefni hægrimanna, François Fillon, var sakaður um spillingu, og róttækur vinstrimaður, Benoît Hamon, var valinn forsetaefni Sósíalistaflokksins. Meira »

Reiðubúinn að hunsa Schengen

24.1. François Fillon, forsetaframbjóðandi mið- og hægrimanna í Frakklandi, hét því í dag að koma aftur á raunverulegri landamæragæslu til þess að vernda landið gegn straumi innflytjenda og hryðjuverkamönnum. Meira »

Le Pen í Trump-turninum

12.1. Marine Le Pen, forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sást í dag í Trump-turninum í New York, höfuðstöðvum og híbýlum verðandi forsetans Donalds Trump. Meira »