Þingkosningar í Bretlandi 2017

Íhaldið vinsælla á meðal verkafólks

13.5. Breski Íhaldsflokkurinn nýtur meira fylgis á meðal verkafólks en Verkamannaflokkurinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu 8. júní. Meira »

Verkamenn kjósa íhaldið

27.4. Verkalýðurinn flykkist um Íhaldsflokkinn segir í frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Fylgið kemur einkum frá Verkamannaflokknum sem á við mikla erfiðleika að etja á meðan allt virðist ganga íhaldsmönnum í hag. Meira »

Vinsælli en Thatcher og Blair

26.4. Vinsældir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins, hafa náð nýjum hæðum ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. Könnunin bendir einnig til þess að óvinsældir Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, hafi náð nýjum lægðum. Meira »

UKIP í tilvistarkreppu

24.4. Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) á í erfiðleikum með að endurskilgreina sig þegar aðeins nokkrar vikur eru fram að þingkosningum í Bretlandi segir í frétt AFP. Ástæðan er sú að Bretar eru á leið úr Evrópusambandinu undir forystu Theresu May forsætisráðherra og Íhaldsflokks hennar sem verið hefur helsta baráttumál UKIP. Meira »

Helmingur styður Íhaldsflokkinn

23.4. Helmingur Breta styður Íhaldsflokk Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.  Meira »

Corbyn ekki forsætisráðherra

21.4. Breski Verkamannaflokkurinn reiknar ekki með sigri í þingkosningunum sem boðað hefur verið til í Bretlandi 8. júní í sumar. Þetta hefur fréttavefur breska dagblaðsins Daily Telegraph eftir Helen Goodman, þingmanni flokksins og fyrrverandi ráðherra. Meira »

George Osborne hættir á þingi

19.4. Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem þingmaður á breska þinginu. Þessu lýsti hann yfir í kjölfar þess að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lagði fram þingsályktunartillögu um að kosningar færu fram 8. júní en tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta þingmanna í dag. Meira »

Breska þingið samþykkir kosningar

19.4. Mikill meirihluti breskra þingmanna samþykkti í dag að boðað yrði til þingkosninga í Bretlandi 8. júní en Theresa May, forsætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að leggja fram slíka þingsályktunartillögu í dag sem hún síðan gerði. Meira »

Corbyn biðlar til félaga um fé

18.4. Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur sent út tölvupóst til um hálfrar milljónar flokksfélaga þar sem hann hvetur þá til þess að láta fé af hendi rakna til þess að styrkja flokkinn vegna fyrirhugaðra þingkosninga í Bretlandi. Meira »

Pundið styrktist eftir blaðamannafund May

18.4. Óvæntur blaðamannafundur Thereseu May, forsætisráðherra Bretlands, og tilkynning um komandi kosningar í landinu olli þó nokkrum sveiflum í gengi breska pundsins í morgun. Meira »

Fagnar ákvörðun um kosningar

18.4. Forveri Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á ráðherrastóli, David Cameron, fagnar ákvörðun hennar um að boða til þingkosninga í sumar í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar segir hann ákvörðun hennar djarfa og rétta. Meira »

May boðar til þingkosninga

18.4. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að hún ætlaði að boða til þingkosninga í landinu 8. júní í sumar. Boðað var til blaðamannafundar fyrir utan skrifstofu May í Downingstræti 10 í London með skömmum fyrirvara. Meira »

Vaxandi forskot Íhaldsflokksins

9.5. Forskot breska Íhaldsflokksins á Verkamannaflokkinn er 22% samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í Bretlandi en þingkosningar fara fram í landinu 8. júní. Íhaldsflokkurinn mælist með 49% fylgi en Verkamannaflokkurinn 27% samkvæmt könnuninni sem gerð var af fyrirtækinu ICM en fjallað er um hana í frétt Daily Telegraph. Meira »

Systir Boris Johnson í framboð?

27.4. Talið er að Rachel Johnson, systir Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands, hafi gengið til liðs við Frjálslynda demókrata þar í landi og sé jafnvel á leið í framboð með stuðningi þeirra í þeim tilgangi að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Meira »

Færri vilja sjálfstætt Skotland

24.4. Stuðningur við sjálfstætt Skotland hefur hrunið á meðal skoskra kjósenda í kjölfar þess að boðað var til þingkosninga í Bretlandi ef marka má nýja skoðanakönnun. Einungis 37% Skota vilja sjálfstæði frá breska konungdæminu en 55% eru því andvíg. Meira »

Corbyn vill fjölga frídögum

23.4. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi, sem er í stjórnarandstöðu, ætlar að fjölga almennum frídögum um fjóra ef hann vinnur þingkosningarnar í júní. Meira »

Vilja auka atvinnuþátttöku kvenna

22.4. Breski kvennalistinn, Women's Equality Party, mun bjóða fram í þingkosningunum í sumar, en verið er að ákveða endanlega í hvaða kjördæmum það verður. Halla Gunnarsdóttir er ein þeirra sem veitt hafa flokknum forystu frá upphafi, en hún er skrifstofustjóri stefnumótunar og tengsla hjá flokknum. Meira »

Fengi tæpan helming atkvæða

20.4. Breski Íhaldsflokkurinn hefur 48% fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrirtækisins YouGov en boðað hefur verið til þingkosninga í Bretlandi 8. júní í sumar. Fylgi flokksins var 44% í síðustu könnun samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Telegraph. Meira »

Viðræður hefjast eftir kosningarnar

19.4. Viðræður á milli Evrópusambandsins og breskra stjórnvalda um útgöngu Bretlands úr sambandinu munu ekki hefjast „fyrir alvöru“ fyrr en að loknum þingkosningunum sem boðaðar hafa verið þar í landi 8. júní. Meira »

Kosningar 2020 hefðu veikt stjórnina

19.4. Tillaga Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að boðað verði til þingkosninga í sumar verður lögð fram á breska þinginu síðar í dag en búist er við að hún verði samþykkt af 2/3 þingmanna eins og krafa er gerð um í lögum. Meira »

Kosið á morgun um kosningar

18.4. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst leggja fyrir breska þingið á morgun þingsályktunartillögu um að boðað verði til þingkosninga 8. júní. Hún tilkynnti þá fyrirætlan sína í morgun að fram færu kosningar í sumar fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Meira »

Myndi styrkja mjög stöðu May

18.4. „Þessi yfirlýsing kemur flestum ef ekki öllum á óvart enda hefur May margsagt að hún ætli ekki að boða til kosninga og hefur ekki þurft þess því hún hefur haft meirihluta í þinginu,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, vegna fyrirhugaðra þingkosninga í Bretlandi. Meira »

Verkamannaflokkurinn styður kosningar

18.4. Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur lýst því yfir að flokkur hans styðji það að þingkosningar farið fram 8. júní en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, boðaði til nýrra kosninga á blaðamannafundi í morgun. Meira »