Sækist eftir öðru sæti

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is

Bjarni Benediktsson alþingismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarni segist sannfærður um að flokkurinn muni tefla fram sigurstranglegum lista í Kraganum. "Ég hef tekið mér góðan tíma til að meta stöðuna og er sáttur með þessa ákvörðun. Ég hef áhuga á því að axla frekari ábyrgð og taka þátt í samhentri og sterkri forystusveit flokksins," segir Bjarni.

Á líðandi kjörtímabili hefur Bjarni m.a. sinnt starfi formanns allsherjarnefndar Alþingis og verið nefndarmaður í fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd. "Á næstu misserum verða mörg spennandi verkefni í stjórnmálum og ég sækist eftir stuðningi kjósenda til að vinna að þeim málum," segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert