Segir sögulegt tækifæri gefast

Í ályktun, sem samþykkt var á ársþingi kvennahreyfingar Samfylkingarinnar í dag, er skorað á íslensku þjóðina að nýta það sögulega tækifæri sem gefst í vor til að gera Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að fyrsta kvenforsætisráðherra Íslands. Steinunn Valdís Óskarsdóttir var á fundinum kjörin formaður hreyfingarinnar.

Í ályktuninni segir, að þjóðin nýti þetta tækifæri best með því að ljá Samfylkingunni atkvæði sitt í þingkosningunum 12. maí.

„Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar sýndi það í verki að hún hafði kjark til að afnema þann kynjamismun sem ríkti þegar hún var valin til forystu sem borgarstjóri í Reykjavík; heiðarleika til þess að tala hreint út um hluti sem betur mættu fara og þor sem þarf til að velta við steinum og segja ójafnrétti og mismun stríð á hendur Íslendingar eiga þess nú kost að leiða jöfnuð, réttlæti og samábyrgð til öndvegis í íslenskum stjórnmálum undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Kvennahreyfing Samfylkingar skorar á þjóðina að láta ekki það tækifæri framhjá sér fara," segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert