Fylgi VG og Samfylkingar mælist álíka mikið í nýrri könnun

Rúm 23% þeirra, sem tóku afstöðu í nýrri könnun Fréttablaðsins, sögðust ætla að kjósa Vinstrihreyfinguna-grænt framboð væri kosið nú. Fylgi Fylgi Samfylkingar mælist nú 24% en báðir flokkarnir myndu fá 15 þingmenn að sögn blaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 36,8% og flokkurinn fengi 24 þingmenn. Fylgi Framsóknarflokks eykst miðað við síðustu könnun og er 8,8% og 5 þingmenn. Fylgi Frjálslynda flokksins minnkar frá síðustu könnun, er 6,1% sem þýðir 4 þingmenn.

Fram kemur í Fréttablaðinu, að hringt var í 800 kjósendur í gær og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? Alls 55,3% aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar. 33,8% sögðust óákveðin. 5,1% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 5,9 prósent neituðu að gefa upp svar sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert