VG áfram í mikilli sókn

Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær 27,6% atkvæða og 17 þingmenn kjörna á Alþingi samkvæmt símakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV um fylgi flokkanna á landsvísu dagana 14. til 20. mars sl. Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa könnun 25 þingmenn kjörna, Samfylkingin 13, Framsóknarflokkurinn fimm og Frjálslyndi flokkurinn þrjá þingmenn.

Í könnuninni 8. til 13. mars sl. fékk VG 25,7% atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá 40,2% en 36,2% nú. Samfylkingin fer úr 20,6% í 19,7%, Framsókn úr 6,9% í 8,6% og Frjálslyndir úr 4,8% í 6,6%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með svipað fylgi og í könnun Capacent í síðustu viku febrúar, en VG, Framsókn og Frjálslyndir eru með ámóta fylgi og í könnuninni í fyrstu viku mars. Fylgi Samfylkingarinnar var 21,7% í báðum þessum könnunum.

44,6% karla og 31,1% kvenna hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 21,4% karla og 32,5% kvenna VG, 17,6% karla og 23,0% kvenna Samfylkinguna, 8,2% karla og 7,3% kvenna Framsókn og 6,9% karla og 4,3% kvenna Frjálslynda.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert