Samfylkingin kynnir aðgerðaáætlun í málefnum barna

Samfylkingin kynnti í dag aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafólks undir yfirskriftinni Unga Ísland. Í tilkynningu frá flokknum segir að tilgangurinn sé sá að vekja athygli á mikilvægi barnastefnu og vilji Samfylkingin að málefni barna verði í forgangi á verkefnalista næstu ríkisstjórnar.

Meðal aðgerða sem kynntar voru í dag eru eftirfarandi:

  • Bætt tannvernd barna með ókeypis eftirliti og forvörnum og stórauknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna
  • Hækkun barnabóta, með því að draga úr tekjutengingum sem koma mun lágtekju- og millitekjuhópum best
  • Ókeypis skólabækur fyrir framhaldsskólanema
  • Foreldraráðgjöf í öllum sveitarfélögum sem miðist við mismunandi aldursskeið barna
  • Sólarhrings aðstoð og ráðgjöf fyrir unga fíkniefnaneytendur og börn með geðræn vandamál
  • Stóreflt forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi
  • Aukinn stuðningur við börn innflytjenda í skólakerfinu,m.a. með stóraukinni íslenskukennslu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert