56% töldu áhrif umhverfisverndar á hagvöxt jákvæð

Áhersla á umhverfisvernd hefur annaðhvort mjög jákvæð eða frekar jákvæð áhrif á hagvöxt að mati 56% aðspurðra í könnun Gallup sem gerð var vikuna 21.–27. mars. Tæp 16% aðspurða töldu áherslu á umhverfisvernd annaðhvort hafa mjög neikvæð eða frekar neikvæð áhrif á hagvöxt, samkvæmt niðurstöðunum. 10,5% töldu áhrifin bæði jákvæð og neikvæð og 17,6% töldu að ekki væri um nein áhrif að ræða.

Fleiri konur en karlar telja áhrif á hagvöxt jákvæð

Mun fleiri konur en karlar töldu að áhersla á umhverfisvernd hefði jákvæð áhrif á hagvöxt eða 63,5% samanborið við 49,2% hjá körlunum. Þá voru mun fleiri karlar á þeirri skoðun að áhrif af áherslu á umhverfisvernd væru neikvæð eða 21,4% samanborið við tæp 10% hjá konunum.

Þegar skoðað er viðhorf aðspurðra eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir hyggjast kjósa kemur í ljós að mun fleiri stuðningsmenn Samfylkingar og VG en Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að áhersla á umhverfisvernd hafi jákvæð áhrif á hagvöxt. Þannig telja 76% fylgismanna VG að áhersla á umhverfisvernd hafi jákvæð áhrif á hagvöxt og 62% stuðningsmanna Samfylkingar. 46% stuðningsmanna Framsóknar telja hins vegar áhrifin jákvæð og 43% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks.

Úrtak í könnuninni var 1.210 manns á aldrinum 18–75 ára og var svarhlutfallið 61,7%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert