Jakob Frímann í 1. sæti á lista Íslandshreyfingar í Suðvesturkjördæmi

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon.

Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur úr Reykjavík, er í fyrsta sæti á framboðslista Íslandshreyfingarinnar í Suðurkjördæmi og Jakob Frímann Magnússon, útgefandi og tónsmiður í Mosfellsbæ, er í fyrsta sæti í Suðvesturkjördæmi.

Í Suðurkjördæmi er Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og hrossabóndi frá Stokkseyri, í öðru sæti, Baldvin Nielsen, stýrimaður og bílstjóri frá Reykjanesbæ, í þriðja sæti, Alda Sigurðardóttir, verslunarkona á Selfossi, í fjórða sæti og Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir, erfðafræðingur og bóndi, í fimmta sæti.

Í Suðvesturkjördæmi er Svanlaug Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur úr Kópavogi, í öðru sæti, Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri úr Hafnarfirði, í þriðja sæti, Elsa D. Gísladóttir, kennari og myndlistarmaður úr Hafnarfirði, í fjórða sæti og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri úr Garðabæ í fimmta sæti.

Flokkurinn segir, að fimm efstu í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum verði kynntir síðar í vikunni.

Ásta Þorleifsdóttir.
Ásta Þorleifsdóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert