Sjálfstæðismenn og VG bæta við sig mönnum í Norðausturkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin-grænt framboð bæta við sig þingmönnum samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og birt var í kjördæmaþætti Sjónvarpsins í dag. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar tveimur mönnum miðað við síðustu þingkosningar.

Samkvæmt könnuninni fær Sjálfstæðisflokkurinn 28% atkvæða og þrjá þingmenn, hafði tvo. VG fær 23,9% og tvo þingmenn, hafði einn, Framsóknarflokkur fær 21,9% og tvo þingmenn, hafði fjóra og Samfylking fær 19,7%, heldur tveimur mönnum. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 5,5% og Íslandshreyfingarinnar 0,9% en fylgi Baráttusamtakanna mælist ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert