Samfylkingin aftur fram úr VG

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is
Ný könnun Capacent Gallup sýnir litlar breytingar á fylgi flokkanna á landsvísu miðað við síðustu könnun 28. apríl að því undanskildu að Samfylkingin er á ný orðin talsvert stærri en Vinstrihreyfingin - grænt framboð. Stjórnarflokkarnir halda meirihluta á þingi ef könnunin gengur eftir.

Samanlagt eru vinstriflokkarnir tveir, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð, með liðlega 40% stuðning, ívið meiri en Sjálfstæðisflokkurinn. Hinum síðastnefnda er spáð 27 þingsætum, Framsóknarflokknum sex sætum, eins og í síðustu könnun, Samfylkingunni 15 og VG 12 en lestina reka Frjálslyndir með þrjú sæti.

Eins og í fyrri könnunum kemur fram að konur kjósa miklu fremur vinstriflokkana en karlar. Athyglisvert er að nú er hlutur kvenna meðal kjósenda Samfylkingarinnar hlutfallslega hærri en hlutur þeirra í kjósendahópi VG.

Samfylkingin bætir mjög stöðu sína í Kraganum og Reykjavík norður en stendur nánast í stað í Reykjavík suður, kjördæmi formannsins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sjálfstæðisflokkurinn er nú með nær helming atkvæða í kjördæmi flokksformannsins, Geirs H. Haarde.

Framsóknarmenn eru með sama fylgi og síðast á landsvísu, þeir standa í stað í Reykjavíkurkjördæmunum miðað við síðustu könnun og tapa nokkru fylgi í Kraganum. Stuðningur á landsvísu við VG er enn, þrátt fyrir bakslagið núna, nær tvöfaldur á við það sem hann var í kosningunum 2003. En flokkurinn virðist eiga erfitt með að halda sínum hlut á síðustu metrunum og lætur einkum undan síga á þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu en einnig í Suðurkjördæmi.

Nánar er fjallað um könnunina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert