Ríkisstjórnin héldi velli skv. könnun Blaðsins

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Blaðið gerði á fylgi flokkanna dagana 8. og 9. maí er líklegt að ríkisstjórnin haldi velli. Þar mælast Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn með 53% fylgi.

Í könnun Blaðsins mælist Framsóknarflokkurinn með 8,3% fylgi, Frjálslyndi Flokkurinn með 4,7%, Íslandshreyfingin 2,9%, Samfylkingin 25,3%, Sjálfstæðisflokkurinn með 44,7% og Vinstri græn með 14,1%. Alls sögðust 30,5% ekki búinn að gera upp hug sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert