Kjörsókn í höfuðborginni dræmari en fyrir fjórum árum

Kjörsókn er dræmari í Reykjavíkur suður en í norðurkjördæminu.
Kjörsókn er dræmari í Reykjavíkur suður en í norðurkjördæminu. mbl.is/Kristinn

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið góð, klukkan tólf höfðu 5913 kosið en það eru 13,63% af þeim 43.390 sem eru á kjörskrá í því kjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmi norður er kjörsókn dræmari, það er mikil umferð í miðbænum og er talið að það tefji þá sem kjósa í Ráðhúsi Reykjavíkur. Klukkan tólf höfðu 12,02% kosið eða 5,260 af þeim 43.775 sem eru á kjörskrá í því kjördæmi og er það talsvert minna en fyrir fjórum árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert