Seinagangur í talningu í Norðvesturkjördæmi ekki óeðlilegur

Frá kjörstað á Ísafirði í gær.
Frá kjörstað á Ísafirði í gær. mbl.is/Halldór

Lokatölur í Alþingiskosningunum komu skömmu fyrir klukkan níu í morgun frá Norðvesturkjördæmi. Sigurjón Rafnsson oddviti yfirkjörstjórnar sagði að þetta væri þannig kjördæmi. Eftir að kjörstaðir loka þarf að gera upp kjördeildirnar og síðan þarf að safna kjörgögnum saman frá kjördeildunum. „Því var ekki lokið fyrr en eftir miðnætti og þá átti eftir að fljúga til Reykjavíkur með millilendingu á Bíldudal. Þetta er bara svona kjördæmi," sagði Sigurjón í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hann sagði einnig að misskilningur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði tafið talningu um hálftíma. „Hitt málið var að það var mjög mikið af utankjörfundaratkvæðum eða um 15% og það tekur mjög langan tíma að vinna þau því það þarf að fletta upp í öllum kjörskrám," sagði Sigurjón en hann vildi bæta því við að ákaflega vel hefði gengið að telja atkvæðin þótt úrslitin hefðu legið seint fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert