Biðstaða í viðræðum stjórnarflokkanna

Biðstaða er sögð vera í viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á meðan Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, kannar hug grasrótarinnar í flokknum. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins en þar kom fram að skiptar skoðanir séu innan beggja flokka um frekara samstarf.

Fram kom hjá Jóni Sigurðssyni í dag, að hugsanlega myndu mál skýrast á morgun.

Fullyrt var í fréttunum að Samfylkingin hafi komið þeim boðum á framfæri að forustumönnum flokksins hugnist samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert