Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi

Skrifstofur Framsóknarflokksins við Hverfisgötu.
Skrifstofur Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. mbl.is/Ómar

Þingflokkur Framsóknarflokksins situr nú á fundi í húsnæði flokksins við Hverfisgötu í Reykjavík og fjallar um hvort halda eigi áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk. Engar fréttir hafa borist af fundinum, sem hófst fyrir hádegið.

Fram kom í Morgunblaðinu í dag, að viðræðum formanna flokkanna tveggja undanfarna daga hafi lítið miðað áfram. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi þingmenn og aðrir trúnaðarmenn flokksins vaxandi efasemdir um, að þingflokkur framsóknarmanna verði nægilega traustur samstarfsaðili og frá fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum og öðrum trúnaðarmönnum víðs vegar um land berist fréttir um að takmarkaður áhugi sé meðal stuðningsmanna flokksins á óbreyttu stjórnarsamstarfi.

Þá hafi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerst talsmaður þeirra hópa innan Sjálfstæðisflokksins, sem hallist að samstarfi við Samfylkinguna en innan Sjálfstæðisflokksins eru líka áhrifamiklir aðilar, sem telji, að Vinstri grænir gætu orðið betri samstarfsaðilar í ríkisstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert