Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram eftir hádegi í dag

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Þingvöllum í …
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Þingvöllum í gær. mbl.is/Ómar

Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafa ekki enn hist í dag en hyggjast funda eftir hádegi og halda þá stjórnarmyndunarviðræðum áfram. Rætt er nú um stóra málefnaflokka að sögn Skúla Helgasonar, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Hann sagði ennfremur í samtali við mbl.is að ef ekkert óvænt kæmi upp á yrði viðræðum lokið næstu daga.

Útvarpið segir, að fulltrúar flokkanna tveggja fundi nú sitt í hvoru lagi til að fara yfir texta sjórnarsáttmálans en sameiginlegir fundir séu fyrirhugaðir síðar í dag. Stefnt sé að því að málefnavinnu verði lokið í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert