Formenn ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

Ármann Kr. Ólafsson gengur á fund Geirs H. Haarde í …
Ármann Kr. Ólafsson gengur á fund Geirs H. Haarde í dag. mbl.is/RAX

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, hefur í morgun verið í Ráðherrabústaðnum og tekið þar á móti þingmönnum Sjálfstæðisflokksins einum af öðrum. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa einnig hafa verið boðaðir til fundar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingar, á skrifstofu hennar á Alþingi.

Þetta þykir til marks um það að stjórnarmyndunarviðræðum sé í raun lokið og verið sé að kynna þingmönnum niðurstöðurnar og ræða við þá um skipan ráðherrastóla.

Fundur í flokksráði Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður kl. 19 í kvöld og fundur í þingflokki Samfylkingarinnar klukkan 19 og flokksstjórn kl. 20. Þessar stofnanir þurfa að samþykkja stjórnarþátttöku flokkanna formlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert