Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið

Sjálfstæðismenn óska Guðlaugi Þór Þórðarsyni til hamingju með ráðherraembættið.
Sjálfstæðismenn óska Guðlaugi Þór Þórðarsyni til hamingju með ráðherraembættið. mbl.is/Sverrir

Guðlaugur Þór Þórðarson, væntanlegur heilbrigðisráðherra, sagðist hlakka til að takast á við það verkefni en það væri krefjandi. Hann sagði að þetta hefði komið sér nokkuð á óvart þótt hann hefði vonast til að fá að gegna ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn og það hefði verið ofan á.

Guðlaugur Þór sagði, að samkvæmt stefnuyfirlýsingu nýrrar stjórnar væri verið að flytja almannatryggingarnar úr heilbrigðisráðuneytinu yfir í félagsmálaráðuneytið en eftir verði sjúkratryggingar og það sem að rekstri heilbrigðiskerfisins snýr.

Hann sagði, að lengi hefði verið rætt hefði verið um að nýta kosti einkareksturs á sviði heilbrigðisþjónustu sem öðrum sviðum en ekki yrði hvikað frá þeirri grundvallarreglu, að allir geti notið þjónustunnar óháð efnahag.

Björn Bjarnason sagði eftir þingflokksfundinn, að hann væri afar sáttur með niðurstöðuna en hann verður áfram dómsmálaráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert