Greiningardeildir segja stjórnarsáttmála jákvæðan

Greiningardeild Kaupþings segir að nýr stjórnarsáttmáli virðist sáttmálinn jákvæður fyrir íslenskt viðskiptalíf sökum fyrirheita um lægri skatta, aukið svigrúm fyrir einkaframtak og aukið viðskiptafrelsi. Greiningardeild Landsbankans segir, að vissulega sé þörf fyrir þá efnahagsstefnu, sem sett sé fram í stjórnarsáttmálanum.

Kaupþing segir, að það sé sérstaklega athyglisvert að í stjórnarsáttmálanum sé lögð mun meiri áhersla á að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum fremur en búa til störf sem hafi verið áhersluatriði í mörgum stjórnarsáttmálum fram til þessa. Enn fremur sé fyrirvari um efnahagslegan stöðugleika settur við loforð um skattalækkanir, fjárfestingar hins opinbera og álversframkvæmdir aðrar en þær sem þegar eru í pípunum. Þessi hluti sáttmálans veki því vonir um að ríkisfjármálastefnan muni nú í auknum mæli taka mið af hagsveiflum og vinna þannig með peningamálastefnu Seðlabankans til þess að halda verðbólgu niðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert