„Vonast til að ný stjórn leiði erfið deilumál til lykta"

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur segir málefnasamning hinnar nýju ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar benda til þess að takist hafi að sameina það besta í stefnu þessara flokka. Þá segist hún vonast til þess að hinni nýju stjórn muni takist að leiða til lykta ýmis erfið deilumál í þjóðfélaginu, m.a. vegna þess að stærri meirihluti sé að baki þessari ríkisstjórn en þeirri síðustu og því komi stærri flokkar að stefnumörkun hennar.

Stefanía segir jafnframt að svo virðist sem frjálslyndar og framsæknar áherslur hafi orðið ofan á innan hinna nýju stjórnarflokka og að þau öfl innan þessara tveggja flokka hafi náð saman við myndun hinnar nýju stjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert