Hverjir auglýstu mest?

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að flestum kjósendum, eða 67%, fannst sem Framsóknarflokkurinn hefði auglýst of mikið fyrir nýafstaðnar þingkosningar. 2% fannst flokkurinn hafa auglýst of lítið. Þar á eftir þótti 39% Samfylkingin hafa auglýst of mikið og 3% of lítið. Hins vegar fannst flestum eða um 59% hún hafa auglýst hæfilega.

Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru þeir flokkar sem þykja hafa auglýst einna hæfilegast fyrir kosningarnar. Fæstum þótti VG hafa auglýst of mikið eða 26% en 62% hæfilega mikið. 27% töldu að Sjálfstæðisflokkurinn hefði auglýst of mikið og 64% hæfilega mikið.

Spurt var hvort fólki fyndist stjórnmálaflokkarnir hafa auglýst of mikið, hæfilega eða of lítið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert